Insomnia Brass Band (DE)

Um viðburðinn

Insomnia Brass Band er mini-útgáfa af lúðrasveit sem fer ótroðnar slóðir í yfirferð sinni um heillandi landslag hins frjálsa jazz, fönks, pönks

sem og hefða New Orleans lúðrasveita. Sveitin hefur í langan tíma skoðað, teygt og togað sínar eigin tónsmíðar með blöndu af þróttmiklum spuna og dansvænu fönki.

Tríóið hefur ferðast víða síðan 2017 og spilað á ótal tónleikum á jazzklúbbum og hátíðum og hefur einnig fengið nokkra styrki frá Musikfonds styrktarsjóðnum í Þýskalandi sem og menningarstyrki frá Berlínarborg.

Insomnia Brass Band fékk fyrstu verðlaun á þýsku jazzverðlaunahátíðinni (Deutscher Jazz Preis) sem hljómsveit ársins fyrr á árinu 2023.

 

„…it’s great fun, you want to dance pogo to it. More of this please!“
Hans-Jürgen Schaal, Jazzthetik

„Calypsomanic vitality in XXL“
Rigobert Dittmann, Bad Alchemy

 

Anke Lucks : básúna
Almut Schlichting : baritón saxófónn
Christian Marien : trommur

 

 

Þessir tónleikar eru styrktir af Goethe Institut og Berlin Senate Department for Culture and Community.

Sjá alla viðburði