Wes Montgomery 100 ára

Um viðburðinn

Portrait of Wes, Kvartett Ásgeirs Ásgeirssonar.

Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson ætlar að heiðra Wes Montgomery í tilefni þess að Wes hefði orðið 100 ára á þessu ári.

Ferill Montgomery var stuttur en fjölbreyttur, fyrri hluti ferils Wes Montgomery einkenndist af hefbundnum tríó og kvartett hljóðritunum (1959-1963) sem oft eru nefnd Riverside árin en eftir að sú útgafa lagði upp laupana gaf Wes út plötur undir merkjum Verve útgáfunnar (1964-1968). Á Verve hljóðritaði hann með stærri hljómsveitum lög úr hinum og þessum áttum oftar en ekki dægurlög þess tíma.

Kvartett Ásgeirs ætlar að leika rjómann af uppáhalds lögum sínum af 9 ára hljóðritunarferli Wes en hann lést árið 1968. Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi Jazzgítarleikari þjóðarinnar undanfarin 20 ár og leikið með öllum fremstu jazztónlistarmönnum Íslands sem og allmörgum þekktum erlendum nöfnum eins og Chris Cheek, Seamus Blake, Ingrid Jensen, Dave Weckl, Matt Penman, Andrew Cunningham og Guthrie Govan.

Ásgeir Ásgeirsson : gítar
Karl Olgeirsson : píanó og orgel
Þorgrímur Jónsson : kontrabassi
Erik Qvick : trommur

 

Sjá alla viðburði