GØ (FO)

Um viðburðinn

GØ (FO)
Harpa, Norðurljós
Fimmtudagurinn 29. ágúst 
21:00

GØ var stofnuð árið 2015 af fjórum ungu tónlistarmönnum frá Þórshöfn í Færeyjum. Tónlist GØ er undir áhrifum rokktónlistar sjöunda áratugarins og frjálsum djassi og hefur hlotið lof fyrir frumleika og er frábrugðið öllu öðru sem nú má finna í færeysku tónlistarlífi.

Þó að hljómur hljómsveitarinnar líkist bergmáli frá sjöunda eða áttunda áratugarins þá er tónlistin innblásin af djassi, rokki og kvikmyndatónlist. Tónlist hljómsveitarinnar hefur haldið áfram að vekja áhuga áheyrenda með orkumiklum flutningi og húmor í nálgun þeirra á spuna.

Á 40 ára afmælistónleikum Havnar Jazzfélags (Jasssamband Þórshafnar) var hljómsveitinni boðið að leika sem fulltrúi framtíðarinnar í færeysku djasstónlistarsenunni.

Fyrsta plata GØ ber heiti sveitarinnar þar sem finna má 7 tónverk. Í gegnum hvert tónverk er hlustandinn leiddur í gegnum mismunandi tónlistarlandslög sem hljómsveitin stefnir á að kanna. Tónsmíðar Ellefsen, Gaard og Johannesen eru fallegar, sérkennilegar og gamansamar. GØ vinnur nú að annarri plötu sinni sem kemur út í haust.

Ólavur Eyðunsson Gaard, gítar
Kristian Pauli Ellefsen, hljómborð
Árni Jóhannesson, bassi
Hjørtur Háberg, trommur
Sjúrður Zachariasson, saxófónn

Sjá alla viðburði