Stórsveit Reykjavíkur (IS)

Um viðburðinn

Stórsveit Reykjavíkur (IS)
Harpa, Norðurljós
Þriðjudagurinn 27. ágúst
19:00 

Stórsveit Reykjavíkur þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum á Íslandi. Sveitin hefur starfað í rúmlega 30 ár og skipað mjög stóran sess í íslensku jazzlífi. Hún hefur í gegnum tíðina fengið afbragðs dóma gagnrýnenda fyrir leik sinn. Stórsveitin hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin 2005 sem jazzflytjandi ársins, 2011 fyrir jazzplötu ársins og 2023 sem jazzflytjandi ársins 2022.

Á þriggja áratuga ferli hefur Stórsveit Reykjavíkur haldið vel á þriðja hundrað tónleika og gefið út 10 geisladiska. Fjölmargir gestastjórnendur hafa starfað með sveitinni í gegnum árin, bæði erlendir og innlendir. Sveitin hefur lagt sig eftir fjölbreyttu verkefnavali; frumflutt mikið af nýrri íslenskri tónlist, leikið sögulega mikilvæga stórsveitatónlist, leikið fyrir börn og átt samstarf við fjölmarga aðilia af sviði íslenskrar popptónlistar. Sveitin hefur margsinnis hlotið íslensku tónlistarverðlaunin.

Nánari upplýsingar um tónleika koma inn á allra næstu dögum.

Sjá alla viðburði