Frelsissveitin (IS)

Um viðburðinn

Frelsissveitin (IS)
Norðurljós, Harpa
Fimmtudaginn 29. ágúst
22:00

Iceland’s Liberation Orchestra (Frelsissveit Íslands) hefur verið starfrækt frá árinu 2010. Forsprakki verkefnisins er Haukur Gröndal. Fjölmargir hljóðfæraleikarar hafa tekið þátt í verkefnum sveitarinnar á þeim rúmu 14 árum sem hún hefur verið starfrækt. Efnistökin hafa verið fjölbreytt og úr ýmsum áttum. Undanfarin fjögur ár hefur samstarf við raddlistamanninn Sverri Guðjónsson gefið af sér þrjú all sérstök verk með textum, tónlist og útsetningum eftir Hauk Gröndal. Á Reykjavik Jazz Festival 2024 hverfur sveitin að einhverju leiti til upphafsins og leikur verk eftir ýmsa höfunda þ.a.m. Óskar Guðjónsson og Hauk Gröndal í útsetningum þess síðarnefnda. Allar raddir njóta sín í ævintýramennsku í átökum við formfestu.

Haukur Gröndal, saxófónar
Óskar Guðjónsson, saxófónar
Snorri Sigurðarson, trompet
Samúel J. Samúelsson, básúna
Birgir Steinn Theódórsson, bassi
Magnús Trygvason Elíassen, trommur
Matthías M.D. Hemstock, trommur

Sjá alla viðburði