Daníel Helgason Tríó

Um viðburðinn

Gítarleikarinn og tónskáldið Daníel Helgason hefur starfað og leikið músík hérlendis og erlendis í rúman áratug. Hann hefur komið víða við sem hljóðfæraleikari, tónskáld, útsetjari og upptökustjóri. Meðal helstu verkefna og hljómsveita sem hann hefur starfað með eru; DÓH tríó, Los Bomboneros og Una Stef & The SP74. Daníel var valinn Bjartasta vonin í Djass og blús á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2018 og það sama ár einnig tilnefndur sem flytjandi ársins í sama flokki.

Á Jazzhátíð leiðir Daníel í fyrsta sinn sitt eigið tríó sem leikur nýja frumsamda spunakennda músík. Á tónleikunum ætlar tríóið að fagna útgáfu fyrstu sólóplötu hans sem hljóðrituð var af Alberti Finnbogasyni í Sundlauginni síðastliðinn vetur.

 

Daníel Helgason : gítar
Birgir Steinn Theodórsson : kontrabassi
Matthías Hemstock : trommur

Sjá alla viðburði