Beebee and the Bluebirds

Um viðburðinn

Hljómsveitin Beebee and the Bluebirds var stofnuð af söngkonunni og gítarleikaranum Brynhildi Oddsdóttur árið 2010 og hafa þau verið mjög virk í íslensku tónlistarlífi síðustu misseri. Ásamt Brynhildi skipa sveitina þeir Brynjar Páll Björnsson á bassa, Halldór Sveinsson á hljómborð og Ásmundur Jóhannsson á trommur.

Þau hafa meðal annars spilað á Iceland Airwaves, Iceland Naturally, Reykjavik Guitarama og á tónlistarhátíðum bæði hérlendis og erlendis. Árið 2019 fóru þau í tónleikaferð í Svíþjóð ásamt hinum frábæra Hammondleikara Andreas Hellkvist. Þau hafa gefið út tvær plötur, fyrsta plata þeirra “Burning heart” er sprottin úr jazz, spuna, blús og sálartónlist. Sú seinni “Out of the dark” kom út árið 2017 og þar má heyra rokkaðri hlið þeirra.

Nýverið gáfu þau út lagið “Mama knows best” af þriðju plötu þeirra sem væntanleg er á árinu. Tónlistinni þeirra má best lýsa sem blöndu af sálar, blús, fönk og rokk tónlist.

Brynhildur Oddsdóttir : söngur/rafmagnsgítar
Brynjar Páll Björnsson : bassi
Halldór Sveinsson : hljómborð
Ásmundur Jóhannsson : trommur

 

Sjá alla viðburði