Tumi Árnason & hljómsveit (IS)

Um viðburðinn

Tumi Árnason & hljómsveit (IS)
Harpa, Norðurljós
Laugardagurinn 31. ágúst 
19:00

Ég vinn nú að umfangsmiklu verki fyrir stóra hljómsveit sem lokaverkefni í tónsmíðanámi í Listaháskóla Íslands, en ég sé fyrir mér að það sé stökkpallur í að þróa verkefnið enn lengra í formi tónleika á tónlistarhátíð og/eða upptakna.
Verkið er á mörkum jazz, spuna og nútímatónlistar og verður nokkurs konar frjálslynd spuna furðusveit. Í verkinu er ég að vinna með tvær rytmasveitir, annars vegar rafbassa og trommur og hins vegar kontrabassa og trommur. Ásamt þessum sveitum spilar svo fríður flokkur hljóðfæraleikara, mestmegnis blásara.

Væntanleg hljóðfæraskipan er eftirfarandi, með fyrirvara um breytingar:

Flautur: Björg Brjánsdóttir
Bassa- og kontrabassaklarinett, blokkflautur: John McCowen
Alt saxófónn: Sölvi Kolbeinsson
Tenór saxófónn: Tumi Árnason
Tenór og barítón saxófónar: Björgvin Ragnar Hjálmarsson
Trompet: Eiríkur Orri Ólafsson & Tumi Torfason
Básúna: Ingi Garðar Erlendsson
Fiðla: Hjalti Nordal
Kontrabassi: Birgir Steinn Theódórsson
Rafbassi: Ingibjörg Turchi
Trommur og slagverk: Magnús Trygvason Eliassen & Matthias Hemstock

 

Sjá alla viðburði