Kvartett Sunnu Gunnlaugsdóttur (IS/DE)

Um viðburðinn

Kvartett Sunnu Gunnlaugsdóttur (IS/DE)
Harpa, Norðurljós
Föstudagurinn 30. ágúst
19:00

Píanistinn Sunna Gunnlaugs teflir fram nýjum kvartett og býður til leiks þýska trompetleikaranum Heidi Bayer en hún hefur vakið verðskuldaða athygli á þýsku senunni á undanförnum árum. Heidi var tilnefnd sem brassleikari ársins til þýsku tónlistarverðlaunanna árið 2022 og árið 2023 hlaut hún verðlaunin fyrir tónsmíð ársins. Með þeim stöllum leika franski bassaleikarinn Nico Moreaux og trommuleikarinn Scott McLemore.

Heidi Bayer, trompet
Nico Moreaux, kontrabassi
Scott McLemore, trommur
Sunna Gunnlaugs, píanó

Sjá alla viðburði