Kvartett Shuteen Erdenebaatar (DE)

Um viðburðinn

Kvartett Shuteen Erdenebaatar (DE)
Harpa, Norðurljós
Laugardagurinn 31. ágúst
22:00

Reykjavík Jazz kynnir með stolti kvartett Shuteen Erdenebaatar sem fram kemur á lokakvöldi hátíðarinnar.
Kvartett hennar er mjög eftirsóttur í Þýskalandi.

Þrátt fyrir að hljómsveitin sé mjög hefðbundin, píanó, bassi, saxófónn og trommur, þá nær hópurinn að gefa þessu sniði ferskan og nútímalegan lit. Kvartettinn á rætur sínar að rekja til hins unga basaleikara, Nils Kugelmann, sem búsettur er í München og hópurinn er knúinn áfram af hinum kraftmikla en næma trommuleik Valentin Renner. Anton Mangold, flautu- og saxófónleikari tengir saman hópinn með lagrænum og taktföstum hljómi og saman mynda þau eina heild með persónulegum og grípandi píanóleik Shuteen.

Shuteen Erdenebaatar er einn frumlegasti og afkastamesti hljóðfæraleikarinn í þýsku djasssenunni í dag.

Kvartettinn hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars 1. verðlaun og áhorfendaverðlaun á ‘Young Munich Jazz Awards’ árið 2022 og 2. verðlaun hjá ‘Virtual Jazz Club Global Contest’. 18. apríl vann hópurinn til verðlauna á þýsku Jazztónlistarverðlaununum sem besti hópurinn og Shuteen var tilnefnd sem besti píanóleikarinn.

Fyrsta plata hópsins ,,Rising Sun“ var gefin út þann 15. september 2023 hjá Motéma Music.

 

Sjá alla viðburði