Jónsson, Jónsson, Hemstock & Gröndal

Um viðburðinn

Bræðurnir Ólafur og Þorgrímur Jónssynir hafa víða komið við í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum og hafa þeir bassaleikarinn Þorgrímur og Ólafur sem leikur á saxófóna auk þess gefið út nokkrar hljómplötur, Þorgrímur „Constant Movement“ 2016 og Hagi 2022. Hlaut fyrri platan Íslensku tónlistarveðlaunin í flokki jazzi og blús. Ólafur sendi frá sér geisladiskinn, Tími til kominn árið 2017 sem var einnig tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunana fyrir tónsmíðar og skífuna sjálfa, einnig gáfu þeir út saman diskinn „No Way Out“ með Jónsson & More tríóinu árið 2015. Auk þeirra koma fram trommuleikarinn Matthías Hemstock og Haukur Gröndal sem leikur á margvísleg tréblásturhljóðfæri.

Efnisskrá tónleikanna samanstendur af nýrri og nýlegri tónlist úr smiðju bræðranna sem er sérsamin fyrir þessa hljómsveit auk þess sem eldra efni verður leikið. Ný framsækin jazztónlist þar sem fallegar og lagrænar tónsmíðar verða í forgrunni.

Ólafur Jónsson : saxófónar
Þorgrímur Jónsson : kontrabassi
Matthías Hemstock : trommur og slagverk
Haukur Gröndal : tréblásturshljóðfæri

 

Sjá alla viðburði