Gard Nilssen Acoustic Unity (NO)

Um viðburðinn

Frá árinu 2014 hefur hið norska tríó Gard Nilssen Acoustic Unity gefið út þrjár plötur sem allar hafa fengið lofsamlega dóma en þær eru «Firehouse», «Live In Europe», og «To whom who buys a record». Með tilnefningar til norsku Grammy verðlaunananna (Spellemannprisen) í farteskinu gaf tríóið svo út sína fyrstu skífu «Elastic Wave» þann 15. júlí 2022 hjá ECM útgáfunni sem er ein sú mikilvægasta í heimi jazztónlistarinnar. Í kjölfarið fór sveitin á langt tónleikaferðalag til að kynna þessa nýju músík. Elastic Wave er enn að fá góða dóma frá hlustendum og blaðafólki um allan heim.

Tríóið hefur komið fram á meira en 150 tónleikum í Noregi, Evrópu, Japan, Bandaríkjunum, Kanada og Brasilíu. Eftir mjög góða umfjöllun um tónleika tríósins á Winterjazz í New York, á Jazzahead í Bremen og á Molde International Jazz Festival með Joshua Redman og Ambrose Akinmusire árið 2019 er litið á Gard Nilssen Acoustic Unity sem framsækið tríó sem þykir með þeim mest spennandi á evrópsku jazzsenunni.

 

Gard Nilssen Acoustic Unity:

Petter Eldh – kontrabassi
André Roligheten – saxófónar
Gard Nilssen – trommur

 

Þessir þrír hljóðfæraleikarar eru mjög virkir og eftirsóttir og þú gætir hafa rekist á þá með einhverjum af eftirfarandi hljómsveitum og tónlistarfólki: Django Bates, Pat Metheny, Bill Frisell, Trondheim Jazzorkester, Koma Saxo, Susanne Sundfør, SKRIM, Friends & Neighbors, Bushman´s Revenge, Peter Evans og Enemy.

Tónlistin er frumleg og samin af öllum meðlimum tríósins með fókus á samspil, grúv, skapandi hugsun, dýnamík og orku sem þó skilur nóg pláss eftir fyrir spuna. Acoustic Unity speglar sig óspart á leið sinni til framtíðar.

 

„This trio is one of the most thrilling groups I’ve heard on the ECM label in a long time“ – Mike Gates, UKVibe 5/5

„What a superb album, gentlemen, I can’t wait for Round 2.“ – Tyran Grillo (Ecmreviews.com)

„This works deserves to be recognized as the most remarkable this year!  FANTASTIC!“ – Miguel Almada (jazz impromto jazz blogspot)

“It all tracks up to a great album“ – Chris May (Allaboutjazz)

„Gard Nilssen’s Acoustic Unity is one of the best trios in Europe“ – Phil Freeman (Stereogum, The Wire, Burning Ambulance)

„Ask me to name a killer working band that most American jazz listeners still don’t know, and there’s a good chance I’d land on Gard Nilssen Acoustic Unity.“ – Nate Chinen, WBGO

“This turbulent album takes the craziness of Bitches Brew and adds a punk-style attack. If three well-schooled jazz musicians were force-fed Motörhead, this would be the result.” – Kieron Tyler – The arts desk (record)

“It was thrilling stuff and it all ended just a little too soon.” – Ian Patterson – All about jazz (live)

”This album offers the trio in its prime, perfecting its loose yet deep and close interplay, but, still, sounding greater than the sum of its parts.” – Freejazzblog.org

This is one of the best releases I’ve heard this year and even in the last 2-3 years” – Gustav Lindqvist (Free Jazz Collective 5/5 stars)

 

 

Sjá alla viðburði