Tríó Alberts Sölva

Um viðburðinn

Tríó Alberts Sölva er samsett af saxófónleikaranum Alberti Sölva, kontrabassaleikaranum Sigmari Þór og trommuleikaranum Þorvaldi Halldórssyni og munu þeir, í fyrsta skipti leiða hesta sína saman sem band á þessari hátíð. Nokkrar tónsmíðar Alberts ásamt vel völdum jazzlögum verða á efnisskránni.

Albert Sölvi útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 2015 á saxófón sem aðalhljóðfæri og með kennararéttindi. Á undanförnum árum hefur Albert gert sér gott orð með hljómsveitunum Hjal Kvartett, JÁ Tríó og Látún.

Sigmar Þór útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 2012 á kontrabassa og The New School í New York árið 2016. Sigmar hefur verið mikið í tónlistarlífi Íslands á síðastliðnum árum með frumsamið efni (Meridian Metaphor og fleira) ásamt því að koma fram með hljómsveitinni Brek.

Þorvaldur Halldórsson útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 2009 og Berklee College of Music árið 2015. Þorvaldur er trommuleikari hljómsveitarinnar Valdimar og hefur einnig spilað með Stórsveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Albert Sölvi Óskarsson : saxófónn
Sigmar Þór Matthíasson : kontrabassi
Þorvaldur Halldórsson : trommur

Sjá alla viðburði