Mikael Máni

Um viðburðinn

Gítarleikarinn og tónskáldið Mikael Máni mun leika sóló gítar tónleika á jazzhátíð þann 25. ágúst. Lögin á tónleikunum eru tilraun Mikaels til að blanda saman tvem uppáhalds tónlistarstefnum sínum. ‘Insturmental’ jazz tónlist og singer-songwriter tónlist, þrátt fyrir að öll lögin séu án söngs. Mikael mun einnig leika nokkur af sínum uppáhalds lögum og má hugsanlega heyra lög eftir Joni Mitchell, Bob Dylan og Megas. Verandi undir áhrifum frá söngvurum þá er stíll laganna lýrískur og syngjandi. Lögin innihalda hvert og eitt sögur sem Mikael bjó til í kringum lögin og eru formin sjónræn og vekja upp sögur. Hann minnir á gítarleikara eins og Bill Frisell og Julian Lage.

Hann hljóðritaði sl. nóvember efnisskrá með níu frumsömdum lögum, Hljóðritunin var gerð í Amsterdam þar sem hann er búsettur og vildi nota tækifærið á meðan hann er á Íslandi til að spila efnisskránna fyrir landa sína.

Mikael Máni gaf út sína fyrstu breiðskífu Bobby 2018 þar sem Skúli Sverrisson og Magnús Trygvason Elíassen leika með honum. (“Concept” plata um líf umdeilda skákmeistarans Bobby Fischer). Platan fékk spilun á BBC 3 & 6 og hefur lögum plötunar verið streymt meira en 1.000.000 sinnum. Önnu plata hans Nostalgia Machine kafaði dýpra í tónlistarlegt tungumál Mikaels. Platan fékk viðurkenningu frá Cerys Matthews, var valin jazz plata ársins hjá Morgunblaðinu og var tilnefnd til Kraumsverðlaunanna.

 

Sjá alla viðburði