Málþing – LHÍ og Jazzhátíð

Um viðburðinn

Málþing um áhrif félagsmótunar á sterótýpísk hlutverk innan jazz tónlistarsenunnar á Íslandi.

Staðsetning: Ríma í Hörpu (á 1. hæð við hliðina á Flóa).

Skortur er á kvenfyrirmyndum innan jazz samfélagsins og í námsumhverfi tónlistarskólanna, þá einkum og sér í lagi hvað hljóðfæraleik varðar. Gæti það útskýrt kynjahallann innan senunnar? Fyrirmyndir eru mikilvægar í nærumhverfi og það þyrfti að eiga sér stað ákveðið átak í grasrótinni til þess að breytingar eigi sér stað. Hægt væri að byrja á yngsta stigi að kynna fyrir börnum allskyns hljóðfæri og börn þurfa að sjá konur í hlutverki jazz hljóðfæraleikara og kennara til þess að ákveðin normalísering eigi sér stað. Um leið og börn sjá öll kyn í þessum hlutverkum fara hjólin að snúast og við getum séð fram á öll kyn í allskyns stöðum innan jazzsamfélagsins.

Rebekka Blöndal og Ari Frank Inguson munu kynna niðurstöður rannsóknar sem þau unnu í sumar styrkta af Nýsköpunarsjóði námsmanna en þau eru nemendur við rytmískt kennaranám við LHÍ. Anna Gréta Sigurðardóttir og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir munu svo deila reynslu sinni af því að læra og starfa innan jazzsenunnar. Þorbjörg Daphne Hall, dósent í tónlistarfræðum mun stýra málþinginu.

Sjá alla viðburði