Íslenskar jazz perlur – Helga Margrét og Vigdís Þóra (IS)

Um viðburðinn

Íslenskar jazz perlur (IS)
Jörgensen, Center Hotels
Fimmtudagurinn 29. ágúst
17:30
Ókeypis aðgangur

Helga Margrét Clarke og Vigdís Þóra eru upprennandi jazz söngkonur. Þær kláruðu framhaldspróf við Tónlistarskóla FÍH vorið 2024 og hafa komið reglulega fram bæði saman og í sitthvoru. Með verkefninu Íslenskar jazz perlur vilja þær gefa íslenskum jazz höfundum hátt undir höfði og þeirri tónlist sem hefur haft hvað mestu áhrif á þeirra tónlistarsmekk. Þar munu Helga Margrét Clarke og Vigdís Þóra syngja íslenskan jazz eftir íslenska höfunda. Sem dæmi um höfunda má nefna Tómas R. Einarsson, Jón Múla Árnason, Karl Olgeirsson, Marínu Ósk og Sigurð Flosason ásamt þeirra eigið frumsamda efni. Verkefnið fékk áður styrk frá Menningarfélagi Akureyrar fyrir tónleikum í Hofi á Akureyri og verða haldnir 16. júní 2024.

 

Sjá alla viðburði