Hróðmar Sigurðsson & Ingibjörg Turchi (IS)

Um viðburðinn

Hróðmar Sigurðsson & Ingibjörg Turchi (IS)
Fríkirkjan í Reykjavík
Fimmtudagurinn 29. ágúst
12:00

Hróðmar Sigurðsson og Ingibjörg Elsa Turchi sameina krafta sína og kafa inn í heim rafgítarsins og rafbassans. Þau etja saman ,,akústískum“ og raf,,elementum“ hljóðfæranna til að teygja og sveigja mörkin sem skilgreina hljóðfærin. Styrkleikar beggja spilara eru nýttir í tónsköpuninni sem átti sér stað í sameiningu. Tvíeykið gaf út lagið ,,Sunray“ í síðastliðnum febrúar sem hefur hlotið góðar undirtektir.

Lagið er það fyrsta af komandi plötu þeirra ,,+1″ sem væntanleg er á þessu ári. Tónlistinni mætti lýsa sem ákveðnu framhaldi af plötum þeirra beggja ,,Hróðmar Sigurðsson“, ,,Meliae“ og ,,Stropha“ nema að hljóðheimurinn er í smækkaðri mynd. Tónlistin er melódísk, hvöss, angurvær og spunadrifin.

Sjá alla viðburði