Óskar Kjartansson

Óskar Kjartansson hefur verið virkur í íslensku jazztónlistarlífi í rúman áratug. Óskar byrjaði að læra á trommur 11 ára gamall en hann hóf nám í Tónlistarskóla FÍH árið 2007 og kláraði hann svo árið 2013. Hann hefur spilað með mörgum af helstu tónlistarmönnum Íslands við alls kyns tilefni og hefur tekið þátt í upptökum á fjölda platna auk þess sem hann hefur spilað á tónleikum víðsvegur um heiminn. Óskar spilar að mestu jazz tónlist en hann er þó ekki einskorðaður við jazz tónlist og hefur því einnig tekið þátt í að spila margskonar aðrar tónlistarstefnur, allt frá klassísku slagverki til svæsnustu hip hop tónlistar. Óskar hefur í gegnum tíðina spilað með hljómsveitunum Orphic Oxtra, Blæti, Nóra, Skarkali og Útidúr en er núverandi meðlimur í hljómsveitunum DÓH tríó, Camus Kvartett, Sons of Gíslason og Óregla. Óskar hyggst taka upp sína fyrstu plötu í ágúst með sinni eigin frumsömdu tónlist.