Íslendingur í Uluwatu hofi – Stórsveit Reykjavíkur (IS)

Um viðburðinn

Íslendingur í Uluwatu hofi – Stórsveit Reykjavíkur (IS)
Harpa, Norðurljós
Þriðjudagurinn 27. ágúst
19:00 

Þann 27. ágúst 2024 verða haldnir útgáfutónleikar plötunnar Íslendingur í Uluwatu hofi sem inniheldur verk fyrir stórsveit eftir Stefán S. Stefánsson, flutt af Stórsveit Reykjavíkur. Titillag plötunnar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónverk ársins í jazz og blús flokki 2024.

Þessi plata er númer tvö í þríleiknum Íslendingur en áður kom út platan Íslendingur í Alhambrahöll sem hlaut íslensku tónlistarverðlaunin 2015.

Titill plötunnar á rætur sínar að rekja til ferðalaga Stefáns til Indónesíu en þar er að finna hið undurfagra Uluwatu hof á klettabarmi, við ægifagra strönd Indlandshafsins.

Verkin eru flest öll ný en einnig er þarna að finna nokkur eldri verk sem Stefán endurskrifaði fyrir þessa útgáfu. Frábær flutningur meðlima Stórsveitar Reykjavíkur og hágæða upptökur Hafþórs Karlssonar glæddu plötuna svo því lífi sem með þurfti.