Silva & Steini (IS)

Um viðburðinn

Silva & Steini (IS)
Harpa, Norðurljós
Föstudagurinn 30. ágúst
21:00

Silva & Steini gefa út sína aðra plötu, More Understanding, vorið 2025 á vegum útgáfufyrirtækisins FOUND Recordings en frá 20. júní munu þau gefa út síngúla af plötunni þangað til. Eins og fyrri plata tvíeykisins samanstendur verkið af vel völdum jazz standördum og nýrri lögum, en líkt og titill nýju plötunnar gefur til kynna má segja að nú séu þau komin með meiri skilning á sjálfum sér og samstarfinu. Þannig hefur hljóðheimur þeirra dýpkað á ýmsa vegu, draumkenndir undirtónar færðir á yfirborðið og lagaval einkennist af meiri leikgleði og frelsi. Sömuleiðis syngja þau meira saman og eru útsetningar almennt unnar meira í sameiningu.

Silva Þórðardóttir syngur á móti söngvaranum Steingrími Teague, sem leikur einnig á filtdempað píanó, wurlitzer, og Rhodes. Trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen og bassaleikarinn Birgir Steinn Theodórsson koma fram í sumum laganna og Jóel Pálsson leikur svo á bassaklarinettu sína eins og hann gerði á fyrri plötunni.