Kvartett Rebekku Blöndal (IS)

Um viðburðinn

Kvartett Rebekku Blöndal (IS)
Jörgensen Kitchen & Bar
Föstudagurinn 30. ágúst
17:30

Þessi nýlegi kvartett samanstendur af söngkonunni Rebekku Blöndal, Andrési Þór Gunnlaugssyni gítarleikara, Matthíasi Hemstock á trommum og Birgi Steini Theódórssyni á kontrabassa. Til stendur að spila nýlegt efni sem er væntanlegt til útgáfu frá Rebekku í bland við eldra efni og efni eftir aðra höfunda.
Tónlist Rebekku mætti lýsa sem jazz með popp og sálar brag en lagið hennar Lítið Ljóð hlaut mikla athygli þegar það kom út.
Rebekka gaf út plötuna Ljóð 2022 og hlaut hún góða dóma og í kjölfar hennar var Rebekka valin söngvari ársins 2022 í flokki djass- og blústónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023.
Sjá alla viðburði