MÍT Showcase

Um viðburðinn

Tónleikarnir sem eru hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur 2024 fara fram á veitingahúsinu BIRD á horni Tryggvagötu og Naustanna. Tónleikarnir eru samstarf Menntaskóla í Tónlist og Jazzhátíðar og er tónlistarfólkið hluti af þeim sem útskrifuðust nú í sumar frá MÍT. 

Erla Hlín Guðmundsdóttir

Söngkonan Erla Hlín Guðmundsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu og leiðir hér kvartett sinn í fyrsta sinn á Jazzhátíð Reykjavíkur. Erla mun flytja eigin tónlist í bland við önnur lög sem eru í uppáhaldi hjá henni. Erla er mjög spunadrifin á sviði og eru lagasmíðar hennar undir miklum áhrifum ungra djassöngkvenna samtímans eins og Cecile McLorin Salvant og Esperanza Spalding.

Erla Hlín Guðmundstóttir, söngur
Kormákur Logi Bergsson, píanó
Dagur Bjarnason, bassi
Andri Eyfjörð, trommur 

 Alexander Grybos

Alexander Grybos er ungur gítarleikari frá Keflavík og hefur að undanförnu vakið athygli sem mjög efnilegur tónlistarmaður og hljóðfæraleikari. Hann leiðir hér tríó sitt á Jazzhátíð Reykjavíkur.

Alexander Grybos, gítar
Hlynur Sævarsson, bassi
Andri Eyfjörð, trommur

 

Sjá alla viðburði