Masterclass – Jens Larsen
Um viðburðinn
Masterclass
Jens Larsen, gítarleikari
28. ágúst kl. 15:00 í Hátíðarsalnum, Rauðagerði 27.
Gítarleikarinn Jens Larsen spilar, spjallar og svarar spurningum í Hátíðarsalnum í húsakynnum MÍT í Rauðagerði 27 miðvikudaginn 28. Ágúst klukkan 15:00. Jens Larsen er heimsþekktur vegna Youtube rásar sinnar þar sem hann birtir reglulega jazzkennslumyndbönd og vangaveltur um ýmislegt sem við kemur jazztónlist og gítar. Hann kemur reglulega fram í heimalandi sínu Hollandi og nágrenni t.d. með kvartett sínum Træben, auk þess að túra reglulega utan landsteinanna, nú síðast til Taiwan og Spánar.
Viðburðurinn er samstarf MÍT og Jazzhátíðar Reykjavíkur.