Jazzpassinn

Um viðburðinn
JAZZPASSINN veitir aðgang að allri dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur 2023. Handhafar passans fá armbönd við upphaf hátíðar og geta í framhaldinu sótt alla tónleika án endurgjalds.
Framvísun Jazzpassans veitir 15% afslátt á veitingastaðnum Jómfrúnni, Lækjargötu á meðan á hátíðinni stendur.
Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 23. til 27. ágúst 2023. Boðið verður upp á glæsilega fimm daga tónleikadagskrá þar sem jazz, blús, fusion og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Evrópu og Íslandi kemur fram. Í ár verður rauði þráður hátíðarinnar af norrænum toga því að tónlistarfólk frá Norðurlöndunum verður áberandi í bland við flytjendur af meginlandi Evrópu að ógleymdu mörgu af okkar fremsta listafólki.
Allar nánari upplýsingar um dagskrána má finna á reykjavikjazz.is.