JAZZPASSI

Um viðburðinn

Jazzpassinn veitir aðgang að allri dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur 2021. Handhafar passans fá armbönd við upphaf hátíðar sem gefur aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Einnig veitir armbandið 20% afslátt af mat á Skuggabaldri við Austurvöll. Hægt er að nálgast armband við söluborð Jazzhátíðar í Hörpu.

Vegna Covid takmarkana þá þarf að gefa út miða á alla tónleika í númeruð sæti í Hörpu. Þetta þýðir að handhafar JazzPassans þurfa að gefa sig fram í miðasölunni og sækja miða áður en gengið er inn á tónleika. Það er því miður ekki hægt að ganga bara inn eins og gert var fyrir faraldurinn.

Til að flýta fyrir væri gott ef þú gætir haft samband við miðasölu Hörpu og látið vita hvaða tónleika þú hyggst sækja þar. Sími miðasölu er 528 5050 og netfangið er midasala@harpa.is. Á aðra tónleika er nóg að mæta bara á staðinn.

Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 28. ágúst til 4. september 2021. Boðið verður upp á glæsilega átta daga tónleikadagskrá þar sem jazz, blús, fönk og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Bandaríkjunum, Evrópu og Íslandi kemur fram. Það er sérstaklega ánægjulegt að nú þegar birtir til og vírusinn er á undanhaldi þá getum við boðið upp á tónleika með erlendu jazztónlistarfólki í fremstu röð. Af þeim má helst nefna MELISSA ALDANA QUARTET (US), AMBROSE AKINMUSIRE QUARTET (US), Kathrine Windfeld Sextet (DK/SE/PL) og Family Band (UK). Af spennandi samstarfsverkefnum íslenskra og erlendra listamanna má nefna Phil Doyle´s PolyHarmonic Ensemble (US/IS), LILJA (NO/IS), Broken Cycle Trio (DE/IS/US), Stína Ágústsdóttir/Henrik Linder/Joel Lyssarides (IS/SE) og ASTRA (IS/NO). Svo er það auðvitað okkar eigið fólk eins og Tómas R. Einarsson & Ragnhildur Gísladóttir, Anna Gréta Tríó, hist og, MOVE kvartett Óskars Guðjónssonar, Blúsmenn Andreu og ótal margt fleira sem er virkilega spennandi.

Sjá alla viðburði