Gammar (IS)

Um viðburðinn

Gammar (IS)
Jómfrúin
Laugardaginn 31. ágúst
15:00
Ókeypis aðgangur

Jazz-rokksveitin Gammar, sem lengi hefur verið í fararbroddi á sviði jazz-rokks á Íslandi, heldur útgáfutónleika á Jómfrúnni, laugardaginn 31. ágúst kl. 15:00.til að fagna útgáfu nýs efnis, en Gammar gefa út sína fimmtu plötu

Þessi viðburður markar mikilvægan áfanga fyrir hljómsveitina, sem er þekkt fyrir sitt frumlega framlag til jazz tónlistar hér á landi  og hefur gefið út fjórar hljómplötur með frumsamdri  tónlist hljómsveitarmeðlima.

Meðlimir Gammar eru Stefán S. Stefánsson, saxófón- og flautuleikari, Björn Thoroddsen á gítar, Þórir Baldursson sem sér um píanó og orgel, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Sigfús Óttarsson trommuleikari.

Gammar hafa skapað sinn einstaka hljóm og sett sitt mark á jazz-rokk geirann á Íslandi.

Gammar standa þannig fyrir  nýsköpun og athyglisverðu framlagi til íslenskrar jazz-tónlistarmenningar, sem endurspeglast í stöðugri ástríðu þeirra  fyrir tónlist.