Bjössi Thor Band & Una Stef

Um viðburðinn

Bjössi Thor eins og hann er venjulega kallaður heldur tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur, nánar tiltekið á Jómfrúnni við Lækjargötu laugardaginn 26. ágúst kl. 15:00.

Bjössi fer yfir gítarsöguna og spilar mörg af sínum uppáhalds lögum. Bandið hans er skipað ungu og kraftmiklu tónlistarfólki, þeim Fúsa Óttars trommuleikara, Hálfdáni Árnasyni bassaleikara og Unu Stef söngkonu. Tónlistin verður blanda af rythm & blues tónlist og kraftmiklu jazzrokki. það verða líka sagðar sögur sem vart þola dagsins ljós og verður ekkert dregið undan. Bjössi hefur verið að hasla sér völl í hinum stóra gítarheimi á síðustu árum og leikið með mörgum af þekktustu gítarleikurum heims. Það verður engin svikinn af tónleikum með Bjössa Thor og Unu Stef.

Bjössi Thor : gítar
Una Stefánsdóttir : söngur
Fúsi Óttars : trommur
Hálfdán Árnason : bassi

 

 

Sjá alla viðburði