Andrés Þór/Jens Larsen Kvartett (IS/DK)

Um viðburðinn

Andrés Þór/Jens Larsen kvartett (IS/DK)
Norðurljós, Harpa
Miðvikudagurinn 28.  ágúst
19:00

Andrés Þór/Jens Larsen kvartett er samstarf gítarleikaranna Andrésar Þórs og hins danska Jens Larsen sem er búsettur í Hollandi. Þeir félagar hafa þekkst lengi og spilað saman við ýmis tilefni í gegnum tíðina en þá aðallega í Hollandi þar sem Jens býr. Nú hafa þeir tekið höndum saman og sett saman einstakan tveggja gítara kvartett sem sækir áhrif jafnt í hina ríku jazzgítarhefð sem og þjóðlegt tónamál sinna heimalanda. Þeim til halds og trausts verða bassaleikarinn Þorgrímur „Toggi“ Jónsson og trommuleikarinn Scott McLemore. Á efniskránni verða lög eftir þá Andrés og Jens. Andrés Þór hefur verið atkvæðamikill á íslensku jazzsenunni og auk þess að vera ötull við að koma fram með eigin tríói og kvartett hefur hann leikið með mörgu af helsta jazzlistafólki landsins. Jens Larsen er heimsþekktur vegna Youtube rásar sinnar þar sem hann birtir reglulega jazzkennslumyndbönd og vangaveltur um ýmislegt jsem við kemur jazztónlist og gítar. Hann kemur reglulega fram í heimalandi sínu t.d. með kvartett sínum Træben m.a. auk þess að túra reglulega utan landsteinanna, nú síðast til Taiwan og Spánar.