Samúel J. Samúlesson Big Band – 11.ágúst

Samúel J. Samúlesson Big Band Slær botninn úr föstudagskvöldi Jazzhátíðar í ár með dansvænni frumsaminni stórsveitatónlist sem fær þig til að juða stólnum í sundur. SJSBB er 18 manna stórsveit sem leikur frumlega frumsamda tónlist sem hefur vakið athygli víða um heim.

Hljómsveitin hefur gefið út 4 hljómplötur: Legoland (2000), Fnykur (2007), Helvítis Fokking Funk (2010), 4 Hliðar (2013) og hefur leikið á tónleikastöðum og hátíðum á borð við Berlin Jazzfest, London Jazzfestival, Moers fest, Nattjazz, Jazzbaltica, Mojo Club, Moods, Borgy & Bess í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Sviss, Ungverjalandi og Tékklandi auk fjölda tónleika á Íslandi.

Hljómsveitastjórinn Samúel J. Samúelsson er tónskáld og útsetjari með meiru, en auk þessa tónleikum á hátíðinni í ár mun hann einnig leiða skrúðgöngu hátíðarinnar sem fer fram á upphafsdegi hátíðarinnar miðvikudaginn 9.ágúst kl 17:00.

Tónleikar Samúel J. Samúelsson Big Band fara fram föstudaginn 11.ágúst kl 22:20. Kaupið miða með því að smella hér!

This 18 piece orchestra puts the groove on at the final concert on Friday evening August 11 at 22:20. With 4 releases under their belt this group’s original music will shake your booty. They have received kudos internationally at festivals such as Berlin Jazzfest, London Jazzfest, Moers, Jazz Baltica and more. The band is full of color and spunk inspired by its leader Samúel J. Samúelsson who will also lead the Jazz Parade this year which takes place on the opening day Wednesday August 9th at 17:00

Tickets here

https://www.facebook.com/samueljonsamuelssonbigband/

 

 

Fred Hersch Trio – 12.ágúst

Ein af stórstjörnum jazzsenunnar, píanistinn Fred Hersch, kemur fram á Jazzhátíð laugardaginn, 12. ágúst 2017 næstkomandi ásamt tríó sínu skipuðu John Hebert á kontrabassa og Eric McPherson á trommur.

Fred Hersch er fæddur árið 1955. Hann kom fyrst á sjónasviðið í slagtogi við trompetleikarann Art Farmer 1978 og hefur síðan þá leikið með mörgum helstu kyndilberum jazzins  t.d. Joe Henderson, Toots Thielemans, Charlie Haden, Stan Getz, Bill Frisell ofl. Fred Hersch er ötull kennari og stíll hans t.a.m. talinn hafa haft mikil áhrif á vinstri handar nálgun píanistans Brad Mehldau.

Hann var fyrstur píanista til að leika einleik á hinum fræga klúbbi Village Vanguard í New York 7 kvöld í röð. Hersch hefur fengið 10 Grammy tilnefningar og er einn þeirra sem hafa leitt jazzinn áfram á skapandi veg með margbrotnum leik hvort sem er í formi einleiks, tvíleiks eða tríós þar sem ætíð er sóst eftir að koma tónlistinni á næsta plan og hrífa áheyrandann með.

Tónleikar Hersch í Reykjavík eru framkvæmdir í samvinnu við Hinsegin daga. Auk þess að spila tónleika á lokakvöldi Hinsegin daga verður Hersch með spjall um sína reynslu af að vera hinsegin jazztónlistarmaður. Hann er ötull tals- og stuðningsmaður AIDS samtaka vestanhafs.

Tónleikar Hersch eru hluti af Eldborgarkvöldi Jazzhátíðar og fara fram laugardaginn 12.ágúst kl 20:30.

Miðar á kvöldið eru komnir í sölu hér

Nánar um Hinsegin daga hér: Hinsegindagar.is og facebook.com/reykjavikpride

Pianist Fred Hersch is an exploratory artist, eloquent composer, outspoken activist, influential educator and possessor of one of the most personal and expressive pianistic styles in improvised music. At the forefront of the music for more than three decades, he has earned countless awards and accolades including ten Grammy® nominations, numerous acknowledgments from the jazz world’s most prestigious institutions and publications, and such recent distinctions as being named a 2016 Doris Duke Artist and the Jazz Journalists Association’s 2016 Jazz Pianist of the Year.

Fred Hersch performs with his trio on the final evening of the Reykjavik Jazz Festival, Saturday August 12th at 8:30pm in Eldborg.

This concert is made possible by generous support of the US Embassy in Iceland and is held in collaboration with gaypride in Reykjavik se more here: Hinsegindagar.is/en

 

 

Iceland meets Tunisia & Kosovo – 11. ágúst

Iceland meets Tunisia & Kosovo

Hvað eiga Túnis í Norður-Afríku, Kosovo á Balkanskaganum og Ísland í Norður-Atlantshafi sameiginlegt? Þeirri spurningu verður svarað á Jazzhátíð Reykjavíkur þegar bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson fær í heimsókn frá New York – gítarleikarann Taulant Mehmeti (KOS) og trommuleikarann Ayman Boujlida (TUN). Báðir eru þeir að ryðja sér til rúms á New York senunni sem listamenn með einstaka rödd, enda hafa þeir orðið fyrir miklum áhrifum frá þjóðlagatónlist heimalanda sinna og blanda þeim áhrifum inn í sína eigin nútímalegu jazztónlist.

Tónleikar tríósins á Jazzhátíð fara fram föstudaginn 11.ágúst kl 19:00 í Norðurljósum. Miðar á kvöldið og passar á hátíðina eru fáanlegir hér!

Experience our musical journey across different cultures, ranging from the Tunisian desert in North-Africa through Kosovo in the Balkans, all the way to Iceland, an isolated island in the middle of the North-Atlantic ocean. It was New York City that brought these three different cultures together when Icelandic bassist Sigmar Matthiasson met guitarist Taulant Mehmeti from Kosovo and Tunisian drummer Ayman Boujlida in New York.

The trio performs Friday August 11th at 19:00. Tickets here!

 

 

Trondheim Jazz Orchestra – 12. ágúst

Trondheim Jazz Orchestra ásamt Ole Morten Vågan

Frá Noregi koma frændur okkar í Stórsveit Þrándheima. TJO er enginn venjuleg stórsveit heldur breytist mannaskipan milli verkefna. Hópurinn sem sækir okkur heim státar af tveimur trommurum, sellóleikara og söngkonu auk blásara, píanista og bassaleikarans Ole Morten Vågan sem er einn eftirsóttasti bassaleikari Noregs og á tónlistina í þessu verkefni. TJO lék nýlega með Chick Corea á Blue Note klúbbnum í New York og hefur einnig komið fram með Pat Metheny og Joshua Redman. Tónlistin er í senn framsækin, lýrísk og grípandi.

Tónleikar hljómsveitarinnar eru hluti af Eldborgarkvöldi Jazzhátíðar og fara fram 12.ágúst kl 22:15. Miðasala fer fram hér!

Kirsti Huke – vocals / söngur
Eirik Hegdal – saxophone, clarinet / saxofón, klarinett
Fredrik Ljungkvist – saxophone, clarinet / saxofón, klarinett
Espen Reinertsen – saxophone, bass clarinet / saxofón, bassaklarinett
Eivind Lønning – trumpet / trumpet
Øyvind Brække – trombone / básúna
Øyvind Engen – cello /selló
Daniel Buner Formo – Hammond organ / Hammond orgel
Oscar Grönberg – piano / píanó
Gard Nilssen – drums / trommur
Håkon Mjåset Johansen – drums / trommur
Ole Morten Vågan – bass, compositions / bassi og tónsmíðar.

Trondheim Jazz Orchestra is one of the most important and creative jazz ensembles in Norway and has its origins in the reputable jazz department of NTNU. During the course of the last ten years, the orchestra has had a great number of exciting projects with Norwegian and international jazz profiles. The orchestra belongs to the Mid-Norway Centre of Jazz who initiates and organizes new projects. This project features the music of bassist Ole Morten Vågan.

This concert starting at 22:15 on August 12th is a part of the festival’s Eldborg Evening.

Click here for tickets:

Volcano Bjorn – 11.ágúst

VOLCANO BJORN er djasskvartett stofnaður í Berlín haustið 2015 af ungum og eldheitum spilurum frá Íslandi, Finlandi og Þýskalandi en þeir kynntust við nám í Jazz Institut Berlin.  

Volcano Bjorn spilar eigin tónsmíðar í bland við frjálsan spuna. Tónlistin kemur úr ólíkum áttum en hún er einhverskonar blanda af Norrænni lýrík, rokki og ákveðnum hráleika og snerpu sem einkenna djasssenuna í Berlín.

Kvartettinn hefur haldið fjölda tónleika í Berlín og von er á fyrstu hljóðritun þeirra á árinu.

Sölvi Kolbeinsson (IS) – saxofón / saxophone

Arne Braun (FI)  – gítar / guitar

Felix Henkelhausen (DE) – kontrabassi / double bass

Ludwig Wandinger (DE) – trommur / drums

 

Í samvinnu við Goethe-Institut / In cooperation with the Goethe-Institut

Volcano Bjorn is a Berlin based quartet featuring young musicians from Iceland, Finland and Germany. They play original music mixed with free improvisation, a unique blend of nordic lyricism and rock with a dash of Berlin freshness and agility.

 

Agnar Már Magnússon tríó +3 – 10.ágúst

Agnar Már Magnússon tríó +3 – fimmtudaginn 10. ágúst kl 21:20

Ísaspöng af andans hyl: Agnar Már píanisti notaðist við þjóðleg stef og rímur er hann gerði diskinn Láð árið 2007. Íslensk þjóðlaga- og rímnatónlist er heilmikill fjársjóður og hér vinnur Agnar nýjar og framsæknar hugmyndir á skemmtilegan hátt úr þessum efnivið.

The Icelandic music heritage in a modern jazz context: Pianist Agnar Már Magnússon dives into Icelandic musical heritage and creates something new out of old melodies. This project is a continuum of his 2007 release Láð.

Agnar released his first CD titled 01 in 2001 with Bill Stewart on drums and Ben Street on bass. 01 was released in and distributed around the world by the Spanish record company Fresh Sound-New Talent. Since then, Agnar has released many CDs, most of which have been nominated for the Icelandic Music Awards totaling in 20 nominations and 2 awards.

Agnar Már Magnússon – píano / piano
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson – kontrabassi / double bass
Scott McLemore – trommur / drums
Haukur Gröndal – saxofónar, flauta og bassa klarinett / sax, flute and bass clarinet
Ari Bragi Kárason – trompet og flygilhorn / trumpet and flugel horn
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir – bástúna og fiðla / trombone and violin

 

 

 

Bjössi Thor & Mikael Berglund – 9.ágúst

Bjössi Thor & Mikael Berglund: Svif 35 árum seinna

Björn Thoroddsen bíður gestum Jazzhátíðar upp á ferðalag í tímavél tónlistarinnar. Ferðinni er heitið aftur til ársins 1982 en það ágæta ár markar upphaf útgáfuferils Björns og samstarfsins við Mikael Berglund.

Mikael Berglund er einn af bestu bassaleikurum Svíþjóðar, en hann lék á fyrstu plötu Björns sem heitir Svif. Platan hefur verið ófáanleg um tíma en verður endurútgefin í tilefni komu Mikaels til Íslands í ágúst. Þeir munu flytja lög af plötunni á upphafsdegi hátíðarinnar, miðvikudaginn 9.ágúst og hefjast tónleikarnir kl 21:20.

Björn Thoroddsen hefur sl. 30 ár verið einn af atkvæðamestu djasstónlistarmönnum Íslands. Hann hefur gefið út fjölda diska undir eigin nafni auk fjölda samstarfsverkefna. Björn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, s.s. Jazztónlistamaður ársins 2003 á Íslensku Tónlistarverðlaununum, Bæjarlistamaður Garðabæjar 2002 og Jazztónskáld ársins 2005 á ÍTV.

Björn Thoroddsen (IS) – gítar / guitar

Mikael Berglund (SE) – rafbassi / el. Bass

Tómas Jónsson (IS) – píanó / piano

Sigfús Óttarsson (IS) – trommur /drums

www.bjornthoroddsen.is

Með stuðningi Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins / supported by The Swedish-Icelandic Cooperative fund

Nældu þér í miða á dag 1 með því að smella hér / Tickets here

 

Guitarist Björn Thoroddsen celebrates the re-release of his debut album “Svif” which features Swedish bass legend Mikael Berglund. Berglund will join Björn on stage for this Jazz funk feast on august 9 at 21:20

For several years, Björn Thoroddsen has been one of Iceland’s leading jazz guitarists. He is the recipient of several Icelandic music awards, including “Jazz Performer of the Year” in 2003, and has released a number of critically acclaimed albums. Björn has toured extensively in both Europe and the US and performed with other guitar virtuosos such as Robben Ford and Tommy Emmanuel to name a few.

 

Vincent Peirani & Emile Parisien – 10.ágúst

Harmonikuleikarinn Vincent Peirani og saxofón/klarínettuleikarinn Emile Parisien hafa sankað að sér helstu jazzverðlaunum Frakka á undanförnum árum og eru það allra heitasta á Parísarsenunni. Þeir hafa spilað á hverri hátíðinni á fætur annari í Evrópu og voru tilnefndir til þýsku ECHO verðlaunanna 2015 sem besta alþjóðlega grúppan enda fór hljómdiskurinn þeirra Belle Époque (ACT Records) sigurför um Evrópu. Parisien og Peirani líta til vöggu jazzins jafnt og tónlistarhefðar Frakka í frjálslegri nálgun sinni sem grípur áheyrandann með góðri blöndu af húmor, ákafa og gleði.

Peirani & Parisien leika á Jazzhátíð fimmtudaginn 10. ágúst og hefjast tónleikarnir kl 20:00.

 

Nældu þér í miða á dag 2 með því að smella hér

Vincent Peirani (accordion) and Emile Parisien (reeds) have collected the main French jazz awards over several years and are the hottest act on the Parisian scene. They have performed at all the major European Jazz Festivals and were recognized by the German ECHO Jazz in 2015 as the best international group. Their 2014 release Belle Époque (ACT Records) turned out to be a jazz sensation in Europe. Peirani and Parisien bow to their native music tradition as well as the cradle of jazz in their carefree approach which grabs the listener with a dash of humour, intensity and joy.

Peirani & Parisien appear at Reykjavik Jazz Festival Thursday August 10th at 8pm

Grab the Day 2 Pass here

 

Sigurður Flosason og tríó Lars Janssonar – 11.ágúst

Mosi og svartur sandur er titill nýjustu plötu Sigurðar Flosasonar en hann fagnar útkomu hennar með útgáfutónleikum á Jazzhátíð föstudaginn 11.ágúst kl 20 í Norðurljósasal Hörpu

Platan var tekinn upp í apríl síðastliðnum í einu af bestu hljóðverum Norðurlanda; Nilento studio rétt fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð og kemur út á Storyville útgáfunni í Kaupmannahöfn.

Sigurður hefur verið iðinn við tónleikahald um öll Norðurlönd upp á síðkastið og hefur nú fengið til liðs við sig tríó Lars Janssonar, eins af fremstu fremstu jazzmönnum Svía og einn af albestu jazzpíanóleikurum Norðurlanda. Tríóið skipa auk Jans Daninn Thomas Fonnesbæk á kontrabassa og sonur Lars, Paul Svanberg á trommur. Tríóið er eftirsótt víða um heim og sérlega vel samspilað.

Nýja platan geymir 11 ný lög eftir Sigurð. Þau eru tileinkuð íslenskri náttúru, einkum eins og hún birtist á hálendi Íslands þar sem línurnar eru skarpar og sterkar en fegurðin felst oft í hinu smáa; fíngerðum fjallagróðri og hæggróandi mosa.

Koma Tríós Lars Janssonar er studd af sendiráðum Svíþjóðar og Danmerkur.

 

Heimasíðar Lars Jansson.

Lars á wikipedia.

Heimasíða Sigurðar.

 

Saxophonist Sigurður Flosason celebrates a new release with one of Sweden’s finest piano trios, Lars Jansson Trio. Sigurður has been an influential force on the Icelandic jazz scene for almost 30 years. This new project is dedicated to Icelandic nature where the edges are sharp and beauty lies within the fine details of mountain grass and moss.

In cooperation with the Swedish and Danish Embassies in Iceland.

The quartet performs Friday August 11th at 20:00. Tickets here!

Jóel Páls og Valdimar – 9.ágúst

Kvartett Jóels Pálssonar ásamt Valdimar Guðmundssyni

Jóel Pálsson flytur nýja ljóðatónlist á upphafsdegi Jazzhátíðar 2017 9. ágúst næstkomandi.

Þetta verður frumflutningur á glænýrri tónlist Jóels við ljóð nokkurra íslenskra skálda s.s.Gyrði Elíasson, Þórarinn Eldjárn, Gerði Kristnýju ofl. Þrátt fyrir að eiga margar plötur með eigin tónsmíðum að baki er þetta í fyrsta skipti sem Jóel stígur fram með söngtónlist og er því mikil spenna og dulúð yfir verkefninu.

Jóel lýsir nýju tónlistinni sem melódískri og melankólískri músík með skvettu af grúvi og gleði. Jóel hefur með sér einvalalið meðspilara en þetta eru:

Valdimar Guðmundsson – söngur og básúna
Jóel Pálssonar – saxófónar
Eyþór Gunnarsson – píanó
Einar Scheving – trommur
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson – kontrabassi

Hulunni verður svipt af miðvikudaginn 9.ágúst kl 19:00 í Norðurljósasal Hörpu og eru þetta fyrstu tónleikar Jazzhátíðar 2017.

Saxophonist Jóel Pálsson has released six albums with original compositions that have received kudos from the press locally as well as internationally. He has been awarded six times at the Icelandic music awards for his albums, thereof five awards for Jazz album of the year. Jóel was nominated for the Nordic Council Music prize in 2011 and 2016.

Jóel will for the first time present music he has written to Icelandic Poetry featuring pop/rock sensation Valdimar and he describes it as melodic and melancholic with a dash of groove and joy.

http://www.joelpalsson.is/