Sölvi Kolbeinsson
Sölvi Kolbeinsson er fæddur í Reykjavík 17. febrúar 1996. Hann stundaði klassískt saxófónnám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla Reykjavíkur en rytmískt nám í Tónlistarskóla FÍH og Jazz-Institut Berlín þar sem hann lauk BA námi sumarið 2019. Á námsárunum vann hann til verðlauna í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla, kom fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna og tvisvar með Sinfóníuhljómsveit Ísland.
Sölvi er meðlimur í mörgum ólíkum hópum, bæði á Íslandi og í Þýskalandi en þar má nefna Volcano Bjorn, Hamamelidae, Julius Windisch kvartett, dúó með Magnúsi Trygvasyni Eliassen, Camus kvartett og Gaukshreiðrið. Sölvi hefur spilað á djasshátíðum í Þýskalandi, Finnlandi, Noregi og á Íslandi auk þess að hafa komið fram í Svíþjóð, Hollandi, Sviss, Skotlandi og Pólandi. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2016 sem bjartasta vonin í jazz- og blústónlist.