SJS Big Band

Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar, oft nefnd SJS Big Band, SJSBB eða Stórsveit Samma, leikur frumlega frumsamda tónlist sem hefur vakið athygli víða um heim. Alþjóðlegir tónlistarmenn á heimsmælikvarða hafa komið fram sem gestir með SJSBB, má þar nefna Tony Allen (Nígería), Jimi Tenor (Finland), Nils Landgren (Svíþjóð) og Sebastian Studnitzky (Þýskaland).

SJSBB hefur leikið á tónleikastöðum og hátíðum á borð við Berlin Jazzfest, London Jazzfestival, Moers fest, Nattjazz, Jazzbaltica, Jazzahead, Mojo Club, Moods, Porgy & Bess í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Sviss, Ungverjalandi og Tékklandi auk fjölda tónleika á Íslandi ss. á Jazzhátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Eldborg og stóra sviðinu á Arnarhóli. SJSBB var opinber tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2015 og stóð fyrir öflugu tónleikahaldi árið í gegn.

Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar hefur gefið út 4 hljómplötur: Legoland (2000), Fnykur (2007), Helvítis Fokking Funk (2010) og 4 Hliðar (2013).