Magnús Trygvason Eliassen

Magnús Trygvason Eliassen (f. 1985) hefur stundað tónlistarnám frá 8 ára aldri. Hann nam við Tónlistarskóla FÍH árin 2004 til 2010 og hlaut vorið 2008 skólagjaldastyrk FÍH vegna góðrar frammistöðu í námi og þáttöku hans í nokkrum útskriftarprófum nemenda skólans. Magnús stundaði einnig nám við NTNU í Þrándheimi og naut þar handleiðslu Tor Haugerud, Ernst Wiggo Sandbakk og fleiri frábærra trymbla.

Undanfarin ár hefur Magnús verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og unnið með fjölmörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum s.s. Eyþóri Gunnarssyni, Ellen Kristjánsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur, Tómasi R. Einarssyni, Sigríði Thorlacius, Steingrími Karl Teague, hljómsveitunum ADHD (sem fékk íslensku tónlistarverðlaunin 2009 fyrir samnefnda plötu), Amiinu, Sin Fang, K-tríó, Moses Hightower, múm o.fl. Magnús hefur einnig tekið þátt í Young Nordic Jazz Comets keppninni fjórum sinnum og tvisvar verið í vinningshljómsveitum, K-tríó og Reginfirra.