Helgi Rúnar Heiðarsson

Helgi Rúnar Heiðarsson er íslenskur saxófónleikari og lagahöfundur. Músíkin hans er eins og gamall maður sem læðist úr partýi til að fara heim, láta á Led Zeppelin og sofna. Hann lærði hjá Sigurði Flosasyni, Hilmari Jenssyni og Jóeli Pálssyni í Tónlistarskóla FÍH og tók tvisvar þátt í Yong Nordic Jazz Comets, með Skver og Aurora Quartet. Hann hefur gefið út sína eigin tónlist, við misróma lof gagnrýnenda, með ónefndum kvartett (Japl 2020) og DÓH-Tríó (DÓH 2018) sem fékk þrjár tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna. Önnur verkefni sem hann hefur lagt hönd á plóg við nýlega eru: Stórsveit Reykjavíkur, SJS Big Band, Orphic Oxtra, Sigmar Þór Matthíasson.