Hinsegin Höfundar – Stórtónleikar 13.ágúst

Cole Porter er einn höfunda á efnisskránni

Hinsegin höfundar – stórtónleikar

Lokatónleikar Jazzhátíðar eru sannkallaðir stórtónleikar er fjórir söngvarar og rytmasveit beina kastljósinu að vel völdum hinsegin höfundum jazzins. Kristjana Stefánsdóttir, Þór Breiðfjörð, Stína Ágústsdóttir og Högni Egilsson munu ljá perlum Cole Porters, Billy Strayhorns, Bessie Smith og fleiri raust sína og bera fram af einskærri snilld.

Hrynsveitin er ekki af verri endanum en það eru þeir Hjörtur Ingvi Jóhannsson sem sér um hljómsveitarstjórn og píanóleik, Andri Ólafsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.

Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu Sunnudaginn 13. ágúst kl 15:00.

Nælið ykku í miða á þessa “fabulous” skemmtun hér!

The final concert of the Jazz festival is a celebration of queer composers. Four fabulous vocalists and a rhythm section will pour their hearts and souls into well selected gems of Cole Porter’s, Billy Strayhorn’s, Bessie Smith’s and others.

This concert takes place in Norðurljós, Harpa Sunday August 13 at 3pm.

Grab your tickets here!