Iceland meets Tunisia & Kosovo – 11. ágúst

Iceland meets Tunisia & Kosovo

Hvað eiga Túnis í Norður-Afríku, Kosovo á Balkanskaganum og Ísland í Norður-Atlantshafi sameiginlegt? Þeirri spurningu verður svarað á Jazzhátíð Reykjavíkur þegar bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson fær í heimsókn frá New York – gítarleikarann Taulant Mehmeti (KOS) og trommuleikarann Ayman Boujlida (TUN). Báðir eru þeir að ryðja sér til rúms á New York senunni sem listamenn með einstaka rödd, enda hafa þeir orðið fyrir miklum áhrifum frá þjóðlagatónlist heimalanda sinna og blanda þeim áhrifum inn í sína eigin nútímalegu jazztónlist.

Tónleikar tríósins á Jazzhátíð fara fram föstudaginn 11.ágúst kl 19:00 í Norðurljósum. Miðar á kvöldið og passar á hátíðina eru fáanlegir hér!

Experience our musical journey across different cultures, ranging from the Tunisian desert in North-Africa through Kosovo in the Balkans, all the way to Iceland, an isolated island in the middle of the North-Atlantic ocean. It was New York City that brought these three different cultures together when Icelandic bassist Sigmar Matthiasson met guitarist Taulant Mehmeti from Kosovo and Tunisian drummer Ayman Boujlida in New York.

The trio performs Friday August 11th at 19:00. Tickets here!