Fred Hersch Trio – 12.ágúst

Ein af stórstjörnum jazzsenunnar, píanistinn Fred Hersch, kemur fram á Jazzhátíð laugardaginn, 12. ágúst 2017 næstkomandi ásamt tríó sínu skipuðu John Hebert á kontrabassa og Eric McPherson á trommur.

Fred Hersch er fæddur árið 1955. Hann kom fyrst á sjónasviðið í slagtogi við trompetleikarann Art Farmer 1978 og hefur síðan þá leikið með mörgum helstu kyndilberum jazzins  t.d. Joe Henderson, Toots Thielemans, Charlie Haden, Stan Getz, Bill Frisell ofl. Fred Hersch er ötull kennari og stíll hans t.a.m. talinn hafa haft mikil áhrif á vinstri handar nálgun píanistans Brad Mehldau.

Hann var fyrstur píanista til að leika einleik á hinum fræga klúbbi Village Vanguard í New York 7 kvöld í röð. Hersch hefur fengið 10 Grammy tilnefningar og er einn þeirra sem hafa leitt jazzinn áfram á skapandi veg með margbrotnum leik hvort sem er í formi einleiks, tvíleiks eða tríós þar sem ætíð er sóst eftir að koma tónlistinni á næsta plan og hrífa áheyrandann með.

Tónleikar Hersch í Reykjavík eru framkvæmdir í samvinnu við Hinsegin daga. Auk þess að spila tónleika á lokakvöldi Hinsegin daga verður Hersch með spjall um sína reynslu af að vera hinsegin jazztónlistarmaður. Hann er ötull tals- og stuðningsmaður AIDS samtaka vestanhafs.

Tónleikar Hersch eru hluti af Eldborgarkvöldi Jazzhátíðar og fara fram laugardaginn 12.ágúst kl 20:30.

Miðar á kvöldið eru komnir í sölu hér

Nánar um Hinsegin daga hér: Hinsegindagar.is og facebook.com/reykjavikpride

Pianist Fred Hersch is an exploratory artist, eloquent composer, outspoken activist, influential educator and possessor of one of the most personal and expressive pianistic styles in improvised music. At the forefront of the music for more than three decades, he has earned countless awards and accolades including ten Grammy® nominations, numerous acknowledgments from the jazz world’s most prestigious institutions and publications, and such recent distinctions as being named a 2016 Doris Duke Artist and the Jazz Journalists Association’s 2016 Jazz Pianist of the Year.

Fred Hersch performs with his trio on the final evening of the Reykjavik Jazz Festival, Saturday August 12th at 8:30pm in Eldborg.

This concert is made possible by generous support of the US Embassy in Iceland and is held in collaboration with gaypride in Reykjavik se more here: Hinsegindagar.is/en