Sigurður Flosason og tríó Lars Janssonar – 11.ágúst

Mosi og svartur sandur er titill nýjustu plötu Sigurðar Flosasonar en hann fagnar útkomu hennar með útgáfutónleikum á Jazzhátíð föstudaginn 11.ágúst kl 20 í Norðurljósasal Hörpu

Platan var tekinn upp í apríl síðastliðnum í einu af bestu hljóðverum Norðurlanda; Nilento studio rétt fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð og kemur út á Storyville útgáfunni í Kaupmannahöfn.

Sigurður hefur verið iðinn við tónleikahald um öll Norðurlönd upp á síðkastið og hefur nú fengið til liðs við sig tríó Lars Janssonar, eins af fremstu fremstu jazzmönnum Svía og einn af albestu jazzpíanóleikurum Norðurlanda. Tríóið skipa auk Jans Daninn Thomas Fonnesbæk á kontrabassa og sonur Lars, Paul Svanberg á trommur. Tríóið er eftirsótt víða um heim og sérlega vel samspilað.

Nýja platan geymir 11 ný lög eftir Sigurð. Þau eru tileinkuð íslenskri náttúru, einkum eins og hún birtist á hálendi Íslands þar sem línurnar eru skarpar og sterkar en fegurðin felst oft í hinu smáa; fíngerðum fjallagróðri og hæggróandi mosa.

Koma Tríós Lars Janssonar er studd af sendiráðum Svíþjóðar og Danmerkur.

 

Heimasíðar Lars Jansson.

Lars á wikipedia.

Heimasíða Sigurðar.

 

Saxophonist Sigurður Flosason celebrates a new release with one of Sweden’s finest piano trios, Lars Jansson Trio. Sigurður has been an influential force on the Icelandic jazz scene for almost 30 years. This new project is dedicated to Icelandic nature where the edges are sharp and beauty lies within the fine details of mountain grass and moss.

In cooperation with the Swedish and Danish Embassies in Iceland.

The quartet performs Friday August 11th at 20:00. Tickets here!