Melismetiq – 12.ágúst

Melismetiq – 12.ágúst í Eldborgarsal Hörpu kl 19:00

Melismetiq kom fyrst við hlustir almennings árið 2010 og hefur verið alþjóðlegur samstarfsflötur tónlistarmannanna Ara Braga Kárasonar, Shai Maestro, Rick Rosato, Arthur Hnatek allar götur síðan.

Á Jazzhátíð í ár fagnar hljómsveitin útgáfu fyrstu hljóðversplötu sinnar en platan var hljóðrituð í Sviss árið 2015 og hefur hennar því verið beðið með talsverðri eftirvæntingu.

Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi á síðustu árum, meðspilarar hans eru allir hátt skrifaðir á New York senunni og leikur bassaleikarinn Rick Rosato t.a.m. með Íslandsvininum Gilad Hekselman, trommuleikarinn Arthur Hnatek vermir trommusætið í tríói píanistans Tigran Hamasyan og píanistinn Shai Maestro hefur átt farsælan feril eftir veru í tríói bassaleikarans Avishai Cohen.

Tónleikar Melesmetiq eru hluti af Eldborgarkvöldi Jazzhátíðar og fara fram laugardaginn 12.ágúst kl 19:00.

Melismetiq is a collaborative project born in New York in 2010. Their first album has been waited with much anticipation and the Reykjavik Jazz Festival is proud to present their CD release concert in Reykjavik. All the members of the band have made an impression on the scene in recent year with great talents such as Tigran Hamasyan, Avishai Cohen and Gilad Hekselman.

Shai Maestro appearance is in cooperation with the Embassy of Israel in Oslo

This concert starting at 19:00 on August 12th is a part of the festival’s Eldborg Evening.

Click here for tickets: