Takk fyrir 2016 – Thanks !!!

Stjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur vill þakka af heilum hug öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera hátíðina í ár ógleymanlega. Sérstaklega ber að þakka öllum þeim listamönnum sem gera hátíðina að þeim metnaðarfulla viðburði sem hún er. Fjölmiðlar gerðu hátíðinni góð skil og hópur sjálfboðaliða sem og starfsfólk Hörpu vann ötullt starf. Stuðningsaðilar hátíðarinnar eru fjölmargir og viljum við þakka sérstaklega Sendiráði Bandaríkjanna, Sendiráði Þýskalands, Sendiráði ísraels í Osló, Sendiráði Svíþjóðar, Budvar á Íslandi, Tónlistarsjóði, Borgarsjóði og öðrum velunnurum.
Yfir 3000 gestir sóttu 30 viðburði á Jazzhátið í ár og viljum við þakka þeim kærlega fyrir komuna.

Sjáumst að ári liðnu og takk fyrir okkur.

Leifur Gunnarsson og Sunna Gunnlaugsdóttir