Day 4 – August 13

Anna Gréta og Håkan Broström

Anna Gréta og Håkan kynntust fyrir ári síðan og hafa síðan þá spilað saman í mörgum mismunandi verkefnum, meðal annars með stórsveitunum Norrbotten big band, New Places Orchestra og ýmsum kvartettum.

Nú í fyrsta sinn spila þau í sameiginlegu verkefni og leika með sænsku tríói Önnu Grétu sem samanstendur af auk hennar Eirik Lund á kontrabassa og Sebastian Ågren á trommur. Anna Gréta flutti til Stokkhólms fyrir rætt tæpum tveimur árum til að stunda nám við Konunglega tónlistarháskólann þar í borg og hefur síðan þá verið virk í sænsku senunni og komið fram á öllum helstu jazzklúbbum Svíþjóðar. Anna Gréta var valin bjartasta vonin í jazz- og blús flokki á íslensku tónlistarverðlununum árið 2015 og kemur reglulega fram á Íslandi. Håkan Broström hefur um árabil verið einn af fremstu saxófónleikurum Svíþjóðar og komið fram með heimsþekktum jazztónlistarmönnum á borð við Joey Calderazzo og Jeff Tain Watts.

Þau munu flytja frumsamda tónlist eftir Önnu Grétu og Håkan. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum laugardaginn 13.ágúst kl 22:20.

 

Since the start of their cooperation Anna and Håkan have played together in numerous constallations in Sweden including Norrbotten big band.

Now for the first time they lead a project together with some of Sweden’s most promising instrumentalists. Anna Gréta Sigurðardóttir (piano) Eirik Lund (double bass) Sebastin Ågren (drums) Håkan Broström (sax)

They will perform original compositions by Anna and Håkan. The concert takes place August 13 in Harpa (Norðurljós) at 22:20.