Day 5 – August 14

Þorgrímur Jónsson sendir frá sér sinn fyrsta geisladisk undir eigin nafni. Tónlistin, sem er öll samin/skrifuð og útsett af Þorgrími, er af ýmsum toga. Hún er undir austrænum áhrifum Balkanskagans, vestrænni popp og rokk tónlist sem og evrópskum jazzi. Í fyrirrúmi eru lagrænar og vel ígrundaðar tónsmíðar og úttsetningar sem ættu að sína styrkleika kvintettsins í heild sinni. Kvintettinn samanstendur af Ara Braga Kárasyni á trompet, Ólafi Jónssyni á tenór saxófón, Kjartani Valdemarssyni á píanó og rhodes, Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á tromur auk Þorgríms srm leikur á raf- og kontrabassa. Tónleikar Þorgríms fara sunnudaginn 14.ágúst kl 21:00 í Silfurbergi og eru jafnframt loka tónleikar Jazzhátíðar í ár.

 

Bassist, Þorgrímur Jónsson, presents his debut album. His music is under influences from the Balkans, pop music as well as European jazz. Thoughtful and melodic compositions are at the forfront showcasing the strenghts of the quintet formed by Ari Bragi Kárason – trompet, Ólafur Jónsson – tenór saxofon, Kjartan Valdemarsson – píanó & rhodes, Þorvaldur Þór Þorvaldsson – drums and Þorgrimur himself on electric and double bass. This concert takes place on the closing night of Reykjavík jazzfestival, sunday 14 at 21:00.