Day 5 – August 14

Það er löngu orðið tímabært að Secret Swing Society gefi frá sér plötu enda hefur hljómsveitin nú starfað í 6 ár.

Hljómsveitin var stofnuð í Amsterdam, meðan meðlimir hennar stunduðu þar tónlistarnám, og hefur hún spilað mikið í tónleikasölum, úti á götum, mörkuðum og síkjum borgarinnar. Einnig hefur hún ferðast til fleiri borga í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen Íslandi og á austurströnd Bandaríkjanna, ýmist til að spila á jazzhátíðum, tónleikum eða úti á götum.

Hljómsveitin leikur og syngur gamaldags sveiflutónlist, frumsamda og ættaða frá höfundum og flytjendum á borð við Duke Ellington, Gershwin bræðrum, Louis Armstrong, The Mills Brothers, Louis Prima, Django Reinhardt og Fats Waller.

Hljómsveitina skipa þeir Andri Ólafsson – kontrabassi og söngur, Grímur Helgason klarinett og söngur, Guillaume Heurtebize gítar, banjó og söngur, Dominykas Vysniauskas trompet og söngur, Kristján Tryggvi Martinsson pianó, harmónikka og söngur.Sérstakur gestasöngvari á þessum tónleikum verður Kristjana Stefánsdóttir.

Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 14.ágúst kl 15:00.Tónleikarnir eru í boði sem hluti af hátíðarpass en einnig sem stakir tónleikar. Sjá undir miðasölu.

 

 

After 6 years of existence Secret Swing Society finally releases they’re first album.

Energetic and playful, the Secret Swing Society has been spreading the sounds of early jazz pioneers such as Duke Ellington, The Mills Brothers and Django Reinhardt around Europe and the US. On this concert at Reykjavik Jazzfestival you can expect Swing at it’s finest, four way close harmonies and collective solos.

Andri “Papa” Ólafsson (IS), double bass and vocals, Kristján Martinsson (IS), accordion and vocals, Guillaume Heurtebize (FR), acoustic guitar and vocals, Dominykas Vysniauskas (LT), trumpet and vocals,Grimur Helgason (IS), clarinet and vocals.Kristjana Stefánsdóttir (vocals) will make a guest appearance.

The concert takes place in Silfurberg at Harpa Concerthouse Sunday 14 at 15:00. This concert is available as festival pass as well as single concert, se more under tickets.