Louis Armstrong – Heiðurstónleikar

Louis Armstrong - Heiðurstónleikar

Í ár eru 50 ár liðin frá því að Louis Armstrong sótti Ísland heim og hélt goðsagnakennda tónleika í Háskólabíói. Þess verður minnst með tónleikum Armstrong til heiðurs og verða það lokatónleikar Jazzhátíðar í ár, sunnudaginn 16. ágúst kl 16.00 í Norðurljósasal Hörpu.

Á tónleikunum verða flutt mörg af þekktustu verkunum frá ferli Louis Armstrong, með áherslu á efniskrá hans með All-Stars hljómsveitinni frá 1947 til lokadags.  Einnig verður flutt efni frá fyrstu árum Armstrong þegar hann hljóðritaði með hljómsveitum sínum Hot Five og Hot Seven.

Vernharður Linnet hellir úr viskubrunni sínum og leiðir tónleikagesti um einstaka sögu Louis Armstrong.

Snorri Sigurðarson (trompet),
Haukur Gröndal (saxófónn, klarinett),
Samúel Jón Samúelsson (básúna),
Anna Gréta Sigurðardóttir (píanó),
Matthías Hemstock (trommur),
Tómas R. Einarsson (kontrabassi)

Söngur:
Sigtryggur Baldursson
Ragnheiður Gröndal