Adam Baldych

ADAM BALDYCH – IMAGINARY QUARTET

Jazzhátíð Reykjavíkur 20. ágúst

Fiðluleikarinn og tónsmiðurinn Adam Baldych fæddist í Gorzów í Póllandi 18. maí 1986.

Gælunafn hans “Evil” þykir lýsa vel spilamennsku hans og spuna. Adam hefur verið þátttakandi í alþjóðlegu tónlistarlífi frá 16 ára aldri en hafði þá þegar vakið athygli í fiðlukeppnum heima fyrir sem undrabarn í tónlist. Hann þykir búa yfir sérlega þroskuðum tón í sinni ungæðingslega spilagleði sem byggir jafnt á áhrfium Rachmaninovs og Radiohead, svo ekki sé nú minnst á Miles Davis og Jimi Hendrix.

Adam Baldych er margverðlaunaður listamaður, en hann var valinn Echo jazzlistamaður ársins í Þýskalandi 2013 en bikaraskápur hans er úttroðinn allskyns verðlaunagripum frá því hann vann ungliðakeppni jazzleikar í Póllandi 2001.

Hann hefur komið fram á öllum helstu jazzhátíðum Evrópu.

Á Jazzhátið Reykjavíkur kemur Adam Baldych fram með hljómsveit sinni “The Imaginary Quartet, sem skipuð er löndum hans; píanistanum Pavel Tomaszewski, bassaleikaranum Michal Baranski og slagverksmanninum Pawel Dobrowolski, sem allir eru í fremstu röð pólskra tónlistarmanna.


Violinist/composer Adam Baldych was born in Gorzów, Poland, May 18th 1986.

His nickname “Evil” portrays somewhat his dispostition towards playing and improvising. Adam has been an active participant in the international music scene since he was 16, already established on the home-front as a child prodigy violinist.

He has been praised by audiences as well as critics for having a mature sound to go with his youthful energetic playing style. His influences range from Rachmaninov to Radiohead with a firm footing in Miles Davis and Jimi Hendrix.

Adam Baldych has received numerous awards for his music since he won the Jazz Juniors competition in Krakow in 2001. His lates award is the German Echo jazz prize. He has performed at all the major festivals in Europe.

At the Reykjavik Jazz Festival Adam Baldych will share the stage with his Imaginary Quartet: pianist Pavel Tomaszewski, bassist Michal Baranski and percussionist Pawel Dobrowolski, who are all among Polands finest artists.

 Supported by the Minister of Culture and National Heritage of the Republic of Poland