Tómas R Einarsson

Bassaleikarinn Tómas R. Einarsson er einn afkastamesti lagasmiður í íslenskri jazztónlist og fagnar útgáfu geisladisksins Mannabörn með tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur. Á efnisskránni eru 18 sönglög Tómasar í nýjum útsetningum Gunnars Gunnarssonar fyrir blandaðan kór og söngvara. Söngkonan Sigríður Thorlacius og tólf manna sveit, Sönghópurinn við Tjörnina, flytja lögin ásamt Tómasi, píanistanum og kórstjóranum Gunnari og slagverksmanninum Kristófer Rodríguez Svönusyni. Tónlistin spannar feril Tómasar frá Stolnum stefjum (1982) til laga af geisladisknum Trúnó (2008). Einsöngvari er Sigríður Thorlacius.

Sunnudagur/Sunday August 17 – Norðurljós – 20.00

Bassist Tómas R. Einarsson celebrates the release of his latest album with a concert at the Reykjavik Jazz Festival 2014. Tómas, who is among Iceland’s most productive jazz composers,  presents 18 of his vocal compositions in new arrangements for mixed chorus and a soloist, in new arrangements by Gunnar Gunnarsson who will be at the piano with percussionist Kristofer Rodríguez Svönuson and the vocal group Sönghópurinn við Tjörnina (Vocals by the Pond). The music encompasses music from Tomas’s career from 1982 – 2008. Vocal soloist is Sigríður Thorlacius.