The Reykjavik Big Band

Íslendingur í Alhambrahöll – Tónlist eftir Stefán S. Stefánsson

Stórsveit Reykjavíkur flytur tónlist af samnefndum geisladiski sem kemur út um þessar mundir. Djass tónlist sem sækir áhrif víða að, allt frá Alhambrahöll í Granada á Spáni til þúfnanna í Skagafirði. Stjórnandi er Stefán S. Stefánsson.

An Icelander at Alhambra Palace – Music by Stefán S. Stefánsson

The Reykjavik Big Band performs music by Stefán S. Stefánsson from a CD just being released. Jazz music that captures influences from the Alhambra Palace in Granada Spain to the rugged grass terrain of Skagafjörður in northern Iceland. Conducted by Stefán S. Stefánsson

 

Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð í febrúar árið 1992 og hefur því nýlega fagnað tuttugu ára afmæli.

Hljómsveitin hefur starfað án fasts aðalstjórnanda en fengið til liðs við sig fjölmarga innlenda og erlenda stjórnendur. Þeirra á meðal eru mörg af þekktustu nöfnum heimsins á þessu sviði s.s. Maria Schneider, Frank Foster, Bob Mintzer og Bill Holman. Ýmsir norrænir gestir hafa einnig komið við sögu sveitarinnar. Þeirra á meðal eru t.d. Ole Koch-Hansen, Jens Winther og Eero Koivistoinen. Stórsveit Reykjavíkur hefur leitast við að hafa verkefna val sitt fjöbreytt.

Auk nýrrar tónlistar, bæði innlendrar og erlendrar, hefur hljómsveitin flutt sögulegar efnisskrár tengdar einstökum höfundum og hljómsveitum. Hún hefur einnig átt mikið og farsælt samstarf við fjölmarga íslenska söngvara úr heimi popptónlistarinnar.

Stórsveit Reykjavíkur hefur fengið afbragðs dóma gagnrýnenda fyrir leik sinn. Sveitin hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin 2005 sem jazz flytjandi ársins og 2011 fyrir jazzplötu ársins. Stórsveitin hefur sent frá sér fimm geisladiska í eigin nafni, auk þess að koma fram nokkrum diskum annarra flytjenda, þeirra á meðal Bubba Morthens og Sálarinnar hans Jóns míns.

The Reykjavík Big Band was founded in February of 1992, and as such, is in its third decade of existence.

The band has operated without a principal conductor, opting instead to work with various guest conductors, both from Iceland and abroad. Amongst those are many of the world’s top conductors, such as Maria Schneider, Frank Foster, Bob Mintzer and Bill Holman. Various nordic musicians have guested with the band, including Ole Koch-Hansen, Jens Winther and Eero Koivistoinen. The Reykjavík Big Band has made an effort to pursue variety in the projects in which it participates.

In addition to performing new music from Iceland and from abroad, the band has performed various historical repertoires related to specific composers and bands. The band has established and maintained fruitful relationships with numerous singers from the Icelandic pop scene.

The Reykjavík Big Band has garnered excellent reviews for its performances, both at home and overseas. The band received the Icelandic Music Award in 2005 for Best Jazz Performer, and again in 2011 for Jazz Album of the Year. The big band has released five albums and performed on various albums released by other performers, such as Bubbi Morthens and Sálin Hans Jóns Míns.

Stefán S. Stefánsson lauk Bachelor of Music prófi frá Berklee College of Music 1980-1983 í Boston og sótti nám í jazztónsmíðum við sama skóla sumarið 1988. Stefán hefur leikið með ýmsum dans- og jazzhljómsveitum og starfað sem hljóðfæraleikari í leikhúsum, Sinfóníuhljómsveit Íslands og með Stórsveit Reykjavíkur sem stjórnandi og hljóðfæraleikari. Hann hefur útsett og samið mikið af tónlist m.a. fyrir Stórsveit danska útvarpsins, Íslensku hljómsveitina og Stórsveit RÚV. Þá hefur hann gert kvikmyndatónlist og tónlist og texta á hljómplötur m.a. fyrir hljómsveitirnar Ljósin í bænum, Gamma, Mezzoforte, Tamlasveitina og Björn Thoroddsen. Stefán er nú starfandi kennari og skólastjóri við Tónlistarskóla Árbæjar ásamt hljóðfæraleik með ýmsum hljómsveitum.

Stefán S. Stefánsson graduated from Berklee College of Music in 1983 with a Bachelor of Music degree and pursued further studies in jazz composition at Berklee during the summer of 1988. Stefán has played with numerous rhythm and jazz groups and has worked as a performing musician in numerous theater productions as well as working with The Iceland Symphony Orchestra and the Reykjavík Big Band as both conductor and performer. He has both arranged and composed a great deal, having worked with The Danish Radio Big Band, The Icelandic Orchestra and The National Radio Big Band in Iceland, amongst others. Furthermore he has composed various film scores and written music and lyrics that have been recorded and released by such bands as Ljósin í bænum, Gamma, Mezzoforte, Tamlasveitin and Björn Thoroddseen.