Jónsmessa

Gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason hefur verið í forystusveit íslenskra jazzleikara í hálfa öld en feril hans í jazzforystunni má rekja amk aftur til 1959 þegar hann lék ásamt Bjössa bassa og Gunnari Ormslev það allra heitasta á íslensku tónlistarsviði.

Það er vel við hæfi að þessi síungi heiðursmaður leiði kvartett sinn á fyrstu tónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur 2013. Jón Páll hefur alltaf haldið sig við tónbilin og aldrei velt fyrir sér kynslóðabilum í músík og núna fær hann til liðs við sig mannskap sem enn (en kannski ekki mikið lengur) telst til yngri kynslóðarinnar, þá Óskar Guðjónsson á saxófón, Pétur Sigurðsson á bassa og Magnús Trygvason Elíasen á trommur.

Veteran guitarist Jón Páll Bjarnason has been a guiding light in Icelandic Jazz for half a century or since he played the hottest sounds in the country with saxophonist Gunnar Ormslev in 1959.

It is fitting to have this timeless gentleman open this years Reykjavik Jazz Festival with a league of younger players. Oskar Gudjonsson on saxophone, Petur Sigurdsson on bass and Magnus Trygvason Eliasen on drums.

Frikirkjan – Thursday August 15th – 20.00