Eyþór og Ari Bragi. Tvær hliðar.

Eyþór Gunnarsson piano/Ari Bragi Kárson trumpet

Hér leiða saman hesta sína tveir af fremstu jazzleikurum þjóðarinnar á tveimur ólíkum tónleikastöðum. Hljóðbergi Hannesarholts annarssvegar (18. ágúst) og Hallgrímskirkju (22. ágúst) hinsvegar.

Eyþór hefur verið leiðandi afl hinnar síungu hljómsveitar Mezzoforte í 35 ár, eða rúmlega lífaldur Ara Braga sem nýlega er snúinn aftur heim eftir langa útivist, ma í hringiðu jazzins í New York.

Saman sanna þeir að kynslóðabil er ekki til í jazzmúsik frekar en annari list. Dagskrá þeirra byggist á sterkri meðvitund um hefðir í tónlist og hugrekki til að láta laglínuna og spunann haldast í hendur út í harmóníska óvissuna.

Vinnuskilyrði jazzleikara eru jafnan þurrari á manninn en kirkjuskip Hallgrímskirkju. Hvernig breytast efnistök jazzlistamanna með lengri ómtíma?

Þessi viðburður er unninn í samvinnu við Kirkjulistahátíð.

Eyþór Gunnarsson has led the internationally renowned band Mezzoforte for 35 years while Ari Bragi is not yet 35 years old. Their musicality refuses to be hampered by any notion of a generation gap. The program is built on the solid foundation of respect for musical tradition and the guts to be led forward by melody and improvisation through the unknown harmonies that might occur.

A duet featuring two of Iceland’s finest musicians in two different settings. Hljodberg at Hannesarholt (August 18) is a new state of the art chamber music hall, while Hallgrimskirkja (August 22)is the largest venue of this festival with a sound reflection to match. How will the musicians react to a huge acoustical difference?

This program is a cooperative effort with the Sacred Arts Festival.