Theo Bleckmann snýr aftur

Söngvarinn Theo Bleckmann var gestur Jazzhátíðar Reykjavíkur 2008 og hélt þá ógleymanlega sólótónleika í Fríkirkjunni. Síðan þá hefur hver frábær platan komið á eftir annari og nú síðast plata með tónlist Kate Bush.

Á tónleikum Jazzhátíðar þetta árið munu þeir leiða saman hesta sína Theo og Hilmar Jensson gítarleikari, en þeir hafa unnið saman að nýrri tónlist undanfarna mánuði, sem stendur til að hljóðrita til útgáfu á næstu mánuðum.

Það er ekki síður Hilmar sem sýnir á sér nýja hlið en það hefur ekki farið mikið fyrir sunginni tónlist á verkaskrá hans og óhætt að fullyrða að spennandi verður að kynnast þessum nýja vinkli á tónlistarsköpun Hilmars og Theo Bleckman. Meðal gesta á tónleikunum verður söngkonan Sigríður Thorlacius og hljóðfæraleikararnir Shahzad Ismaily og Pétur Grétarsson.

Tónleikarnir verða í Kaldalónssal Hörpu 24. ágúst.

Theo Bleckmann visited The Reykjavik Jazz Festival in 2008 and did a solo concert that is unforgettable to everyone that attended. Since then he has produced one extraordinary project after the other and his latest is an album dedicated to the music of Kate Bush.

For this years Reykjavik Jazz Festival Theo hooks up with local guitarist/composer Hilmar Jensson in a collection of songs they have been working on together. It is indeed exciting to present this collaboration since Hilmar’s music has primarily been instrumental so far. Among guest will be singer Sigriður Thorlacius with musicians Shahzad Ismaily and Pétur Grétarsson. 

Concert takes place at Kaldalón in Harpa Concert Hall on August 24.