Jazzhátíð er hafin / …and we have lift off

Setning Jazzhátíðar Reykjavíkur fór fram fyrir fullum Norðurljósasal Hörpu á menningarnótt.

Tenórarnir þrír léku Hamraborg Sigvalda Kaldalóns, Hilmar Jensson og Jim Black fóru hamförum í mögnuðum dúett og eftir að Einar Örn Benediktsson setti hátíðina heillaði Deborah Davis gesti og gangandi með sínu forskoti á tónleikana í Kaldalónssal Hörpu á mánudag (20.ágúst)

Skrúðganga Jazzhátiðar niður Laugaveginn tókst með miklum ágætum og sjá mátti bossa af öllu mögulegu tagi dilla sér við jazzmarsinn sem glæsilegur hópur hljóðfæraleikara og skiltabera Jazzhátíðar lagði til.

The opening ceremony of the Reykjavik Jazz Festival made a “storming happiness” as we would say i Icelandic. The parade down Laugavegur was powerful and festive and the program at Harpa a resounding success with Deborah Davis’s sneak preview of her concert on Monday night (Aug 20th)